Neauvia Organic – Húðvörur

Húðvörur Neauvia Organic eru þróaðar undir faglegum formerkjum af teymi lækna og lyfjafræðinga og byggja á ítarlegum prófunum og klínískum rannsóknum. Húðvörurnar eru sérstaklega hannaðar til notkunar samhliða fylliefnum og húðmeðferðum til að hámarka samverkandi áhrif og hjálpa húð að jafna sig. Hvert innihaldsefni húðvörulínunnar er valið með það að leiðarljósi að bæta ástand húðar, örva endurnýjunarferli hennar, vernda hana, viðhalda góðu jafnvægi og hafa róandi og græðandi áhrif.

Húðvörulína Neauvia Organic inniheldur breitt vöruúrval húðvara, þ.á.m. hreinsivörur, serum, krem, sólarvörn, maska og farða, sem nota má á mismunandi húðgerðir og húðvandamál. Húðvörurnar eiga það allar sameiginlegt að innihalda þrjár gerðir náttúrulegra fjölsykra sem gera þeim kleift að næra mismunandi lög húðarinnar. Stærstu sameindirnar mynda filmu á yfirborði húðarinnar og gefa því raka, minni sameindir smjúga niður í ystu lög húðarinnar og minnstu sameindirnar smjúga alla leið niður í undirlag húðarinnar þar sem þær binda raka.

Önnur lykilinnihaldsefni sem finna má í húðvörulínunni eru eftirfarandi:

Vaxtarþættir – Styðja við viðgerðarferli húðar, örva framleiðslu kollagens og elastíns og fyrirbyggja öldrun húðar.

C-vítamín – Gerir húðina bjartari og gefur henni frísklegt og heilbrigt yfirbragð.

Retinaldehyde – Hraðar endurnýjunarferli húðar, örvar framleiðslu kollagens og elastíns, hreinsar dauðar húðfrumur af yfirborði húðar og kemur jafnvægi á olíuframleiðslu.

Glutathione – Öflugt andoxunarefni sem finna má í frumum líkamans og brýtur m.a. niður sindurefni.

Koparpeptíð – Hafa græðandi áhrif og draga úr roða og bólgu.

10-Hydroxydecanoic sýra – Framleidd af býflugum og hefur græðandi og rakagefandi áhrif.

Vara Magn
Acne Stress Control 50 ml
Advanced Cream 50 ml
Antiox Serum 30 ml
Ceramide Shield Cream 50 ml
City Escape Mask 50 ml
Acne Stress Control 50 ml
Concentrate Retinoids Serum 30 ml
Contour Eye Serum 15 ml
Contour Eye Serum Man 15 ml
C-Routine Cream 50 ml
C-Shot Serum 20 ml
Eye Fusion 30 ml
New Born Skin Hreinsimjólk 250 ml
Rebalancing Cream Man 50 ml
Rebalancing Cream Rich 50 ml
Rebalancing Make Up 30 ml
Rejuvenation Rose Gel 50 ml
Rebalancing Cream Rich 50 ml
Silk Body Brilliant Serum 125 ml
Silk Body Serum 125 ml
Vitamin C Cream Light 50 ml
Vitamin C Cream Man 50 ml
Vitamin C Cream Man 50 ml