Um fyrirtækið ALMA MED

 

ALMA MED er heildverslun með lyf og lækningavörur á sviði fegrunarlækninga. Markmið okkar er að bjóða fagaðilum í heilbrigðisgeiranum upp á fjölbreytt vöruúrval í hæsta gæðaflokki og veita viðskiptavinum okkar faglega og framúrskarandi þjónustu.

Fyrirtækið var stofnað vegna skorts á framboði af fylliefnum (e. hyaluronic acid fillers) á Íslandi. Að vandlega ígrunduðu máli var dreifing á vörum frá hinu ört vaxandi vörumerki Neauvia Organic hafin sumarið 2016. Neauvia Organic býður upp á mikið úrval fylliefna sem eiga það sameiginlegt að vera afar hrein og endingargóð, auk húðvörulínu sem hefur græðandi og bólgueyðandi eiginleika.

Stuttu síðar hóf ALMA MED dreifingu á lækningatækjum frá alþjóðlega lasertækjaframleiðandanum Alma Lasers, sem er í fremstu röð á sviði lasertækni til fegrunar- og skurðlækninga.

Nýjasta viðbótin eru svo vörur frá ítalska fyrirtækinu Love Cosmedical, sem framleiðir vörur ætlaðar til líkamsmótunar. 

Vörumerki

  • Neauvia Organic
  • Alma Lasers
  • Love Cosmedical