Alma Aesthetic

Um Alma Lasers

Alma Lasers er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu tækja á sviði skurðlækninga, fegrunarlækninga og fegrunarmeðferða. Þau tæki sem þróuð og framleidd eru af Alma Lasers byggja öll á notkun orku, þ.e. lasertækni, ljóstækni, útvarpsbylgjum (e. radiofrequency) og hljóðbylgjum (e. ultrasound).

Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og hefur frá upphafi verið á meðal framsæknustu fyrirtækja heims á sínu sviði. Tæki frá Alma Lasers eru nú seld í 90 löndum um allan heim og eru mörg þeirra orðin að heimsþekktum vörumerkjum. Má þar nefna UniPolar, SHR, ClearLift, FemiLift og Soprano.

Alma Aesthetic er tækjalína frá Alma Lasers þróuð til að leysa ýmis vandamál á sviði fegrunarlækninga (e. medical aesthetics). Tækin eru ætluð heilbrigðisstarfsfólki og krefjast þjálfunar á sviði laser- og ljóstækni.

Fyrir fyrirspurnir hafðu samband í síma 789 2562

Harmony XL Pro

 • Nýjasta kynslóð tækja á sviði fegrunarlækninga
 • Fjölbreytt úrval lausna fyrir viðskiptavininn
 • Öruggar meðferðir sem skila varanlegum árangri
 • Hentar öllum aldurshópum, húðgerðum og húðlitum


  Um Harmony XL Pro
  Býður upp á hátt í 20 mismunandi möguleika á sviði lasertækni, ljóstækni og hljóðbylgjutækni (e. ultrasound) og getur meðhöndlað yfir 65 vandamál af læknisfræðilegum og/eða útlitslegum toga. Hægt er að stjórna því hve djúpt niður í undirlag húðarinnar tækið vinnur eftir því hvaða svæði, meðferð og húðgerð um er að ræða. Varanlegur árangur og fjölbreyttir notkunarmöguleikar gera Harmony XL Pro að frábærri fjárfestingu fyrir fyrirtæki sem sérhæfa sig í húð- og/eða fegrunarlækningum.

Meðferðamöguleikar með Harmony XL Pro:

 

  • Laserlyfting
  • Háræðaslit & rósroði
  • Litabreytingar
  • Háreyðing
  • Bólur
  • Ör
  • Tattooeyðing
  • Sveppaeyðing
  • Laser Peeling

Accent Prime

 • Nýjasta kynslóð tækja á sviði líkamsmótunar
 • Ultrasound, radiofrequency og míkróplasma tækni
 • Brýtur niður fitufrumur og þéttir slappa húð
 • Endurnýjar ysta lag húðar og vinnur á hrukkum
 • Öflug augnlokalyfting án skurðaðgerðar
 • Skilar langvarandi árangri með náttúrulegum hætti

Um Soprano Titanium
Lasertæki sem hentar einkar vel til háreyðingar á stórum meðferðarsvæðum og gerir það að verkum, sökum mikillar þekju (4 cm2), að hægt er að framkvæma háreyðingarmeðferðir á mun styttri tíma en áður hefur þekkst. Einnig er hægt að hafa tvö handstykki tengd við tækið á sama tíma, sem eykur sveigjanleika og kemur í veg fyrir að tíma sé eytt í að skipta um handstykki á meðan á meðferð stendur. Tækið býr yfir afar öflugum kælibúnaði sem gerir það að verkum að háreyðing er nær alveg sársaukalaus og einstaklega örugg.

Meðferðamöguleikar með Accent Prime:
 • Fitueyðing

 • Húðþétting

 • Appelsínuhúð

 • Ör & húðslit

 • Augnlyfting

 • Hrukkur

 • Xanthelasma

Alma Duo

 • Tæki þróað til að auka ánægju karla og kvenna í kynlífi

 • Besta tæknin á markaðnum til að meðhöndla risvandamál

 • Notar höggbylgjutækni (LI-ESWT) til að örva blóðflæði til kynfæra

 • Eina tækið á markaðnum sem sýnir fram á árangur í allt að tvö ár

 • Sársaukalaus meðferð án aukaverkana

Um Alma Duo

Tæki sem byggir á afar skilvirkri höggbylgjutækni (LI-ESWT) og var þróað í þeim tilgangi að auka ánægju karla og kvenna í kynlífi. Meðferðir örva blóðflæði til kynfæra og hjálpa líkamanum að endurheimta náttúrulega virkni, fyrirbyggja öldrunarferli og örva

starfsemi æðakerfis. Tæknin er m.a. álitin sú besta á markaðnum til að meðhöndla risvandamál. Meðferðir hafa þann kost að vera öruggar, einfaldar og fljótlegar, auk þess að vera sársaukalausar og án aukaverkana. Árangurshlutfall er það hæsta á markaðnum, eða yfir 75%, og árangur endist í allt að tvö ár.

Meðferðamöguleikar með Alma Duo:
 • Risvandamál

 • Aukin ánægja í kynlífi

Alma PrimeX

 • Þrjár bylgjulengdir í einu handstykki
 • Örugg, fljótleg og sársaukalaus meðferð
 • Hentar vel fyrir háreyðingu á stórum svæðum
 • Eyðir hársekkjum án þess að skaða nærliggjandi vefi
 • Hentar öllum húðgerðum og húðlitum  

Um Alma PrimeX
Tæki ætlað til náttúrulegrar líkamsmótunar sem byggir á nýrri og einkaleyfisvarinni tækni á sviði ultrasound fitueyðingar og radiofrequency húðþéttingar. Tækið býður upp á notkun mismunandi handstykkja sem ýmist eru ætluð til notkunar á líkama eða andliti í því skyni að brjóta niður fitufrumur, þétta slappa húð, vinna burt appelsínuhúð eða byggja skaddaða húð upp að nýju. Meðferðir eru fljótlegar, sársaukalausar, öruggar og án aukaverkana. Þær henta öllum húðgerðum og skila varanlegum árangri.

Meðferðamöguleikar með Alma PrimeX:
 • Fitueyðing

 • Húðþétting

 • Húðslit

 • Appelsínuhúð

Soprano Titanium

 • Þrjár bylgjulengdir í einu handstykki
 • Örugg, fljótleg og sársaukalaus meðferð
 • Hentar vel fyrir háreyðingu á stórum svæðum
 • Eyðir hársekkjum án þess að skaða nærliggjandi vefi
 • Hentar öllum húðgerðum og húðlitum

  Um Soprano Titanium
  Lasertæki sem hentar einkar vel til háreyðingar á stórum meðferðarsvæðum og gerir það að verkum, sökum mikillar þekju (4 cm2), að hægt er að framkvæma háreyðingarmeðferðir á mun styttri tíma en áður hefur þekkst. Einnig er hægt að hafa tvö handstykki tengd við tækið á sama tíma, sem eykur sveigjanleika og kemur í veg fyrir að tíma sé eytt í að skipta um handstykki á meðan á meðferð stendur. Tækið býr yfir afar öflugum kælibúnaði sem gerir það að verkum að háreyðing er nær alveg sársaukalaus og einstaklega örugg. 

Meðferðamöguleikar með Soprano Titanium:
 • Háreyðing

Soprano ICE Platinum

 • Þrjár bylgjulengdir í einu handstykki
 • Örugg og sársaukalaus meðferð
 • Eyðir hársekkjum án þess að skaða nærliggjandi vefi
 • Hentar öllum húðgerðum og húðlitum


  Um Soprano ICE Platinum
  Lasertæki sem sameinar þrjár bylgjulengdir í einu handstykki og gerir það að verkum að hægt er að ná til hársekkja misdjúpt í undirlagi húðarinnar og mismunandi hluta hvers hársekks. Soprano ICE Platinum skilar heildstæðustu varanlegu háreyðingunni á markaðnum í dag. Tækið býr yfir afar öflugum kælibúnaði sem gerir það að verkum að háreyðing er nær alveg sársaukalaus og einstaklega örugg.

Meðferðamöguleikar með Soprano ICE Platinum:
 • Háreyðing

ALMA-Q

 • Fjölbreytt úrval lausna fyrir viðskiptavininn
 • Þríþætt lasertækni og fjórar mismunandi bylgjulengdir
 • Sérlega öflugt á sviði litabreytinga og marglitra húðflúra
 • Öruggar og árangursríkar meðferðir
 • Hentar öllum húðgerðum

  Um ALMA-Q
  ALMA-Q er í algjörum sérflokki þar sem það býður upp á þríþætta lasertækni (Q-Switched, LP & Quasi-LP Nd:Yag). Þessi samsetning gerir það að verkum að tækið er einstaklega fjölhæft þegar kemur að því að meðhöndla breitt svið vandamála af útlitslegum toga. Einnig hefur það yfir að ráða fjórum mismunandi bylgjulengdum sem gerir það sérlega öflugt þegar kemur að því að fjarlægja marglituð tattoo. Hægt er að stjórna því hve djúpt niður í undirlag húðarinnar tækið vinnur, sem kemur sér vel við meðhöndlun á hrukkum, fínum línum og til að vinna til baka teygjanleika og þéttleika húðar sem farin er að eldast.

Meðferðamöguleikar með ALMA-Q:
 • Litabreytingar
 • Tattooeyðing
 • Húðþétting
 • Laser Peeling
 • Carbon Peeling
 • Æðaslit

 

Alma Beauty

Hafðu samband við okkur

Betri tækni og fallegri húð á Íslandi

Þjónustuborð Alma Med er opið alla virka daga frá kl.9:00-17:00.

Vegmúli 2, 108 Reykjavík, Iceland