Alma Lasers - Surgical

Um Alma Lasers

Alma Lasers er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu tækja á sviði skurðlækninga, fegrunarlækninga og fegrunarmeðferða. Þau tæki sem þróuð og framleidd eru af Alma Lasers byggja öll á notkun orku, þ.e. lasertækni, ljóstækni, útvarpsbylgjum (e. radiofrequency) og hljóðbylgjum (e. ultrasound).

Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og hefur frá upphafi verið á meðal framsæknustu fyrirtækja heims á sínu sviði. Tæki frá Alma Lasers eru nú seld í 90 löndum um allan heim og eru mörg þeirra orðin að heimsþekktum vörumerkjum. Má þar nefna UniPolar, SHR, ClearLift, FemiLift og Soprano.

Alma Surgical er tækjalína frá Alma Lasers þróuð til notkunar á sviði skurðlækninga. Meðferðum er ætlað að koma í stað skurðaðgerða, þ.e. að skila sambærilegum árangri og farið væri í skurðaðgerð en með mun minni óþægindum og aukaverkunum og mun hraðara bataferli.

Fyrir fyrirspurnir hafðu samband í síma 789 2562

FemiLift

 • Nýjasta kynslóð tækja á sviði kvensjúkdómalækninga
 • Vinnur á fjölda mismunandi vandamála
 • Fljótlegar, sársaukalausar og öruggar meðferðir
 • Árangur næst strax eftir meðferð

Um FemiLift
FemiLift býður upp á heildrænar meðferðir á sviði kvensjúkdómalækninga. Um lágmarks inngrip er að ræða og eru meðferðir fljótlegar, sársaukalausar og öruggar og krefjast hvorki svæfingar, innlagnar né hvíldartíma. FemiLift byggir á CO2 lasertækni sem er afar öflug og skilar frábærum árangri. Tæknin gerir það að verkum að trefjar draga sig saman og kollagenmyndun örvast, sem leiðir til þess að leggangaveggir endurnýja sig og öðlast á ný þéttleika og teygjanleika.

Hvað má meðhöndla með FemiLift?

 

  • Áreynsluþvagleki (e. Stress Urinary Incontinence)
  • Þrenging legganga (e. Vaginal Tightening)
  • Leggangaþurrkur & endurteknar sýkingar
  • Vandamál í kjölfar breytingaskeiðs (e. Post-Menopause – GSM)
  • Vandamál í kjölfar fæðinga (e. Post-Delivery Rehabilitation)

BeautiFill frá LipoLife

 • Nýjasta kynslóð tækja á sviði fituflutnings (e. Fat Grafting)
 • Sameinar kosti lasermeðferða og sogmeðferða
 • Styttri meðferðartími og betri árangur
 • Öruggari meðferðir og minni hætta á aukaverkunum
 • Um BeautiFill frá LipoLife
  Fyrsta lasertæki sinnar tegundar. Sameinar kosti lasermeðferða og sogmeðferða, sem skilar sér í styttri meðferðartíma, meira öryggi og minni líkum á aukaverkunum eins og blæðingu, bólgum, bjúg og mari. Lífslíkur fitufrumnanna (e. fat vitality rate) eftir flutning á milli líkamshluta eru 95% og er meðferðin kjörin fyrir þá sem vilja móta andlit og/eða líkama án þess að gangast undir skurðaðgerð. Meðhöndla má alla líkamshluta með tækinu, einnig þau svæði sem erfitt er að meðhöndla með hefðbundnu fitusogi, eins og höku, andlit og háls.

Meðferðir sem hægt er að framkvæma með BeautiFill frá LipoLife:
 • Fituflutningur (e. Fat Grafting)
 • Fitusog
 • Húðþétting

VascuLife

 • Öruggasta og skilvirkasta lausnin við æðahnútum 
 • Húðin er fljótari að jafna sig  
 • Minni líkur á sársauka og mari 
 • Meðferð er fljótlegri og krefst minna líkamlegs álags af lækni 

Um VascuLife
Lasertæki sem skilar einstaklega árangursríkum og öruggum niðurstöðum. Bylgjulengd lasersins (1.470 nm) er sérlega ákjósanleg fyrir brottnám æðaveggja þar sem minni hætta er á mari. Lasergeislinn fer inn í bláæðina og lokar henni samstundis, sem gerir það að verkum að minni líkur eru á blæðingu og sársauka. Þegar æðinni hefur verið lokað flyst blóðið til annarra heilbrigðra æða. Hugbúnaður tækisins gerir það að verkum að stöðug endurgjöf á sér stað á meðan á meðferð stendur sem gefur lækni betri yfirsýn og gerir það að verkum að hægt er að framkvæma meðferðina með nákvæmari hætti en ella.

Meðferðir sem hægt er að framkvæma með VascuLife:
 • Æðahnútar

ENTelligence

 • Styttri meðferðartími, minni sársauki og skjótari bati 
 • Öruggar og árangursríkar aðgerðir 
 • Hámarks nákvæmni og lágmarks inngrip 
 • Lágmarkar skemmdir á vefjum í kringum meðferðarsvæði 

Um ENTelligence
CO2 lasertæki sem býr yfir áður óþekktri nákvæmni á sviði háls,- nef,- eyrna- og munnholsskurðlækninga. Þökk sé ENTelligence er nú hægt að framkvæma mikinn fjölda aðgerða með hámarks árangri, lágmarks inngripi og lágmarks skemmdum á vefjum í kringum meðferðarsvæði. Hugbúnaður tækisins er háþróaður en þó afar notendavænn og gefur upp nákvæmar leiðbeiningar fyrir hvert skref viðkomandi aðgerðar á snertiskjá.

Meðferðir sem hægt er að framkvæma með ENTelligence:
 • Aðgerðir á sviði háls,- nef- og eyrnalækninga
 • Munnholsaðgerðir
 • Aðgerðir á barkakýli
 • Brottnám æxla á neðra andliti og í hnakka

Alma Beauty

Hafðu samband við okkur

Betri tækni og fallegri húð á Íslandi

Þjónustuborð Alma Med er opið alla virka daga frá kl.9:00 – 17:00.

Vegmúli 2, 108 Reykjavík, Iceland