Alma Beauty

Um Alma Lasers

Alma Lasers er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu tækja á sviði skurðlækninga, fegrunarlækninga og fegrunarmeðferða. Þau tæki sem þróuð og framleidd eru af Alma Lasers byggja öll á notkun orku, þ.e. lasertækni, ljóstækni, útvarpsbylgjum (e. radiofrequency) og hljóðbylgjum (e. ultrasound).

Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og hefur frá upphafi verið á meðal framsæknustu fyrirtækja heims á sínu sviði. Tæki frá Alma Lasers eru nú seld í 90 löndum um allan heim og eru mörg þeirra orðin að heimsþekktum vörumerkjum. Má þar nefna UniPolar, SHR, ClearLift, FemiLift og Soprano.

Alma Beauty er tækjalína frá Alma Lasers þróuð í þeim tilgangi að veita snyrtistofum aðgang að öflugum hágæða tækjabúnaði sem vinnur á fjölbreyttum vandamálum.  

Fyrir fyrirspurnir hafðu samband í síma 789 2562

REJUVE

 • Jafnari húðlitur og áferð
 • Færri meðferðir, skjótari árangur
 • Örugg meðferð og húðin er fljót að jafna sig
 • Virkar á allar húðgerðir og húðliti

Kostir REJUVE

Með tækinu, sem notar IPL tækni, má framkvæma meðferðir á andliti og líkama á sviði litabreytinga, háræðaslita, rósroða, húðþéttingar og háreyðingar. Meðferðirnar virka á allar húðgerðir og húðliti og er tækið mjög notendavænt, endingargott og skilar framúrskarandi árangri.

Árangur

Niðurstöður meðferða hafa sýnt fram á að háræðaslit og rósroði dofna verulega, húðlitur jafnast og svitaholur minnka, auk þess sem áferð húðar verður mýkri og hún fær aukinn ljóma.

Meðferðir sem hægt er að framkvæma með REJUVE:

 • Litabreytingar
 • Háræðaslit & rósroði
 • Húðþétting
 • Háreyðing

Opus

 • Byggir á tvíþættri tækni
 • Hentar öllum húðgerðum
 • Má aðlaga að þörfum viðskiptavinar
 • Einföld, fljótleg og örugg meðferð

Kostir Opus
Kostir Opus Tækið, sem byggir á notkun tvíþættrar tækni, er ætlað til að þétta húð á andliti og hálsi, jafna áferð og húðtón og viðhalda unglegu útliti. Míkróplasma neistar skadda ysta lag húðarinnar án þess að valda varanlegum skaða, koma viðgerðarferli þess í gang og skila sér í sléttari og fallegri áferð og jafnari húðlit. Á sama tíma er radiofrequency bylgjum beint niður í undirlag húðarinnar þar sem þær örva framleiðslu kollagens og elastíns og skila sér í þéttari og stinnari húð og mildari hrukkum og línum. Meðferðin er örugg og áhrifarík og hentar öllum húðgerðum.

Árangur
 • Viðheldur unglegu útliti
 • Grynnkar hrukkur og fínar línur
 • Jafnar áferð og húðtón
 • Vinnur á bólum
 • Vinnur á örum og bóluörum

RESHAPE

Kostir RESHAPE
RESHAPE er nýtt byltingarkennt tæki á sviði húðþéttingar og fitueyðingar fyrir andlit og líkama þar sem útvarpsbylgjutækni (e. radiofrequency) og hljóðbylgjutækni (e. ultrasound) eru látnar vinna saman til að ná framúrskarandi árangri. Útvarpsbylgjutæknin vinnur á slappri húð og appelsínuhúð og gefur aukinn þéttleika á meðan hljóðbylgjutæknin brýtur niður fitufrumur á meðferðarsvæðum. Sníða má meðferðirnar að mismunandi þörfum viðskiptavina.

Einnig má nota tækið í þeim tilgangi hreinsa húðina, flýta fyrir endurnýjunarferli hennar og til að meðhöndla ör og önnur húðlýti.

Árangur
 • Þéttir húð & vinnur á appelsínuhúð
 • Eyðir fitufrumum
 • Hreinsar húðina & gefur henni aukinn ljóma
 • Örvar kollagenframleiðslu húðar
 • Vinnur á örum & öðrum húðlýtum

DermaClear

 • Veitir húðinni slípun, hreinsun, raka og næringarefni

 • Örugg meðferð sem skilar alhliða árangri

 • Má aðlaga að mismunandi húðvandamálum

 • Hentar öllum húðgerðum og aldurshópum

Kostir DermaClear
Með tækinu má framkvæma þríþætta húðmeðferð sem sameinar kosti húðslípunar og ávaxtasýrumeðferðar. Í fyrsta skrefi meðferðar eru dauðar húðfrumur fjarlægðar af yfirborði húðar, svitaholur opnaðar með mildri slípun og úrgangur og óhreinindi í svitaholum brotin niður með notkun AHA sýra. Í öðru skrefi eru BHA sýrur og sog notuð til að djúphreinsa húðina og losa um og fjarlægja óhreinindi og úrgang. Í þriðja og síðasta skrefi meðferðar er andoxandi og kollagenríku serumi þrýst niður í húðina til að vernda hana og gefa henni raka og ýmis næringarefni. Meðferðin er mild og örugg og hentar öllum húðgerðum og aldurshópum.

Árangur
 • Vinnur á bólum og fílapenslum
 • Veitir húð öfluga hreinsun
 • Skilar sér í mýkri og sléttari húð
 • Gefur húð ljóma og frísklegt yfirbragð
 • Nærir húð og gefur henni góðan raka
 • Hefur róandi og bólgueyðandi áhrif á húð

Hafðu samband við okkur

Betri tækni og fallegri húð á Íslandi

Þjónustuborð Alma Med er opið alla virka daga frá kl.9:00 – 17:00.

Vegmúli 2, 108 Reykjavík, Iceland