Um Love Cosmedical

Love Cosmedical er ungt, ítalskt fyrirtæki sem starfar á sviði fegrunarlækninga. Það leggur áherslu á nýsköpun og rannsóknir og eru vörur þróaðar í samstarfi við reynslumikla lækna og vísindafólk í ítölskum háskólum. Markmið fyrirtækisins er að sameina árangur og öryggi og mæta þörfum markaðarins með því að byggja ofan á þá þekkingu sem til staðar er og taka hana skrefinu lengra. Love Cosmedical hefur vaxið hratt undanfarin ár og er vörum þess nú dreift í yfir 40 löndum, auk þess sem það er orðið að leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og þróun fituleysandi efna.

 

DesoBody og DesoFace

Þekktustu vörumerki Love Cosmedical eru án efa DesoBody og DesoFace. Um er að ræða nýjustu kynslóð fituleysandi efna, en þeim má sprauta í fitulag húðar til að eyða fitu. Virka efnið í DesoBody og DesoFace er deoxycholic sýra. Það er gallsýra sem líkaminn þekkir vel, enda er hún framleidd náttúrulega af bakteríum í þörmunum og hjálpar þar til við niðurbrot fitu.

Deoxycholic sýra brýtur niður frumuveggi fitufrumna og er fitufrumunum hægt og rólega eytt út úr líkamanum í gegnum sogæðakerfið. Sé heilbrigðum lífstíl viðhaldið er árangur meðferðar með DesoBody og DesoFace varanlegur en það er þó algengt að framkvæma þurfi meðferð í 2-6 skipti til að ná hámarksárangri.

Meðferð með DesoBody og DesoFace er skilvirk lausn fyrir þá sem vilja losna við fitu sem situr á erfiðum og afmörkuðum svæðum þrátt fyrir heilbrigðan lífstíl. Hún er árangursrík, einföld og fljótleg og hefur í för með sér mun minna inngrip og vægari aukaverkanir en skurðaðgerð. Á meðal vinsælla meðferðarsvæða eru t.d. undirhaka, upphandleggir, magi, mjaðmir, hné og bak.

DesoBody er ætlað til notkunar á líkama. Styrkur deoxycholic sýru í DesoBody er hærri en í samkeppnisvörum, eða 1,25%. Árangur er því hámarkaður, en þó án þess að það sé á kostnað öryggis. DesoBody hefur þann kost að þétta húð á meðferðarsvæði samhliða fitueyðingu og er einnig þekkt fyrir að valda lágmarks bólgusvörun.

DesoFace er ætlað til notkunar á andliti og hálsi. Styrkur deoxycholic sýru í DesoFace er 0,50%, en styrkur efna ætlaðra til notkunar í andliti og á hálsi er jafnan lægri en styrkur efna til notkunar á líkama. DesoFace inniheldur auk þess koffín, sem hraðar niðurbroti fitu, og plöntuþykkni, sem hefur bólgueyðandi og vökvalosandi áhrif.