Um Neauvia Organic

Neauvia var stofnað árið 2013 af ítalska frumkvöðlinum Gabriele Drigo, en hann rekur fyrirtækið ITP SA, sem er stærsti dreifingaraðili læknatækja til lýtalækninga í Póllandi. Í kjölfar samstarfs við ítalska prófessorinn Nicola Zerbinati, sem þróaði húðfyllingarefni Neauvia, varð vörumerkið Neauvia Organic til og komu fyrstu vörur þess á markað vorið 2013.

Neauvia Organic er A class vara. Þróun, framleiðsla og dreifing Neauvia fer fram hjá fyrirtækinu Matex Lab, sem staðsett er í Lugano í Sviss. Neauvia vörunum er dreift alþjóðlega og eru þær seldar í 73 löndum, auk þess sem viðræður standa yfir um að hefja sölu í 19 löndum til viðbótar.

Einstakir eiginleikar og kostir Neauvia fram yfir aðrar vörur

 
Neauvia vörurnar er búnar til úr hreinustu og öruggustu hráefnunum á markaðnum. Í stað þess að nota BDDE sem víxltengingarefni (e. crosslinking agent) nota framleiðendur Neauvia PEG fjölliðu (e. PEG polymer), sem ekki hefur verið notuð áður við gerð húðfyllingarefna. Ólíkt BDDE skilur hún nær engin eiturefni eftir í líkamanum (BDDE skilur eftir sig u.þ.b. 30x meira magn af eiturefnum), auk þess sem auðvelt er fyrir lifrina að brjóta hana niður.

Víxltengingarefni lengja tímann sem húðfyllingarefni haldast í líkamanum, en vegna eituráhrifa víxltengingarefnisins BDDE eru húðfyllingarefni talin öruggari því minna sem magn þess er. Með notkun Neauvia, þar sem BDDE hefur verið skipt út fyrir PEG fjölliðu, þarf hins vegar ekki að velja á milli öryggis og árangurs.

Náttúrulegar fjölsykrur (e. hyaluronic acid) í Neauvia vörunum eru einnig mun hreinni en í öðrum sambærilegum vörum á markaðnum. Ástæðan er sú að þær eru fengnar úr Bacillus Subtilis í stað Streptococcus Equi. Ekki þarf að rjúfa himnu Bacillus Subtilis með notkun kemískra efna þegar náttúrulegu fjölsykrurnar eru fengnar, heldur losar Bacillus Subtilis náttúrulegar fjölsykrur í ferli þar sem það kemst í tæri við eimað vatn. Engin aðskotaefni eiga því að vera til staðar í Neauvia vörunum og hefur enn ekki komið upp tilfelli þar sem líkami sjúklings sýnir viðbrögð við þeim.

Við gerð Neauvia húðfyllingarefnanna er notuð svokölluð IPN (Interpenetrating Polymer Network) tækni, en hún felst í því að sameina tvær ólíkar tegundir af fjölliðum. Þessi tækni er ekki notuð við gerð annarra húðfyllingarefna, þar sem víxltengingarefni annarra sambærilegra vara á markaðnum eru ekki fjölliður. Þökk sé þessu ferli hafa Neauvia vörurnar fullkomna seigju (e. rheology) sem gerir það að verkum að það er auðveldara að móta þær, auk þess sem þær eru þolnari fyrir þrýstingi og hita en aðrar sambærilegar vörur á markaðnum.

Neauvia Stimulate húðfyllingarefni

Öldrun húðarinnar gerir það að verkum að smám saman fer að hægjast á framleiðslu náttúrulegra fjölsykra og kollagens í húðinni, en þessi efni gefa húðinni þéttleika og teygjanleika. Þegar hægjast fer á framleiðslu þessara efna fara hrukkur að myndast og önnur öldrunarmerki að sjást á húð.

Hingað til hafa læknar og hjúkrunarfræðingar þurft að velja á milli húðfyllingarefna sem innihalda náttúrulegar fjölsykrur (e. HA fillers) og húðfyllingarefna sem örva kollagenframleiðslu (e. particle fillers) við meðhöndlun viðskiptavina. Neauvia hefur hins vegar þróað húðfyllingarefni sem á sér enga hliðstæðu og sameinar kosti beggja húðfyllingarefna.

Neauvia Stimulate er klassískt húðfyllingarefni úr náttúrulegum fjölsykrum, sem að auki inniheldur CaHA (styrkur þess er 1%), en það er náttúrulegt steinefni sem örvar framleiðslu kollagens. Með sprautun efnisins er því hægt að ná fram auknum þéttleika og teygjanleika, bæði með aukinni fyllingu vegna náttúrulegu fjölsykranna og aukinni kollagen framleiðslu vegna CaHA.

Eiginleikar Stimulate húðfyllingarefnis eru eftirfarandi:

  • Veldur engum varanlegum hliðarverkunum;
  • Brotnar að fullu niður í náttúrunni (e. 100% biodegradable);
  • Veldur ekki kalkmyndun;
  • Sprautun krefst ekki sérstakrar tækni, efninu er sprautað með sambærilegum hætti og öðrum húðfyllingarefnum;
  • Hvað varðar kollagenframleiðslu, hafa rannsóknir sýnt fram á að Stimulate húðfyllingarefni geti framleitt næstum sama magn af kollageni og húðfyllingarefni sem eingöngu er ætlað að auka kollagen framleiðslu (e. particle fillers), þó að CaHA styrkur Stimulate sé ekki hár (einungis 1%);
  • Ennfremur hafa rannsóknir sýnt fram á að kollagenframleiðsla fari fram inni í húðfyllingarefninu en ekki utan þess líkt og þegar um aðrar vörur er að ræða. Elastín þræðir styrkjast, dreifa úr sér og taka sér bólfestu í húðfyllingarefninu, sem gerir það að verkum að framleiðsla á sér stað á nýju kollageni.